Fréttir

Aðalfundur Fh 2014

Aðalfundaboð 2014

tilkynning vegna aðalfundar framboð og lagabreytingar 2014

Fyrirlestur SHH

Samskiptamiðstöð býður upp á sex fyrirlestra á vorönn 2014.
Fyrirlestrarnir eru opnir öllum og verða ýmist fluttir á íslensku eða íslensku táknmáli. Túlkað verður á milli þeirra mála og auk þess verður boðið upp á rittúlkun.
Allir eru velkomnir og ekki þarf að greiða fyrir þátttöku. Vinamlegast skráið þátttöku hjá Nedelínu,nedelina@shh.is.

Næsti fyrirlestur verður þann 29. apríl kl. 15:00-16:00 á Shh, Grensávegi 9, Reykjavík.

Heiti fyrirlesturs: Máltaka og markaldur í máltöku

Fyrirlesari: Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslenskri málfræði við Íslensku- og menningardeild
Vinnustaður: Háskóli Íslands

Í þessum fyrirlestri verður fjallað um þá kenningu Erics Lennebergs (1967) að máltöku manna séu sett ákveðin tímamörk frá náttúrunnar hendi. Talað er um næmiskeið eða markaldur (e. critical period) í máltöku sem á m.a. að útskýra þann mun sem er á máltöku barna og máltileinkun fullorðinna síðar á ævinni. Ýmsir hæfileikar manna og dýra sem eiga sér líffræðilegar forsendur virðast vera háðir markaldri. Rannsóknir á sjón dýra hafa til dæmis leitt í ljós að til þess að sjón þeirra þroskist eðlilega þurfa þau að fá fjölbreytt sjónrænt áreiti á fyrstu æviárunum. Samkvæmt þessari kenningu er því mjög mikilvægt að efla málþroska barna á leikskólaaldri. Í fyrirlestrinum verða rædd áhrif þess málumhverfis sem börn alast upp í á málþroska þeirra og málskilning og lögð áhersla á mikilvægi þess að börn, hvort sem þau tala raddmál eða táknmál, hafi góðar málfyrirmyndir og fái nauðsynlega málörvun á fyrstu æviárunum.

Páskaleyfi

Félag heyrnarlausra verður lokað vegna páskaleyfa dagana 17-21 apríl. Við opnum að nýju þriðjudaginn 22 apríl

Gleðilega páska :)