Fréttir

Páskaleyfi

Félag heyrnarlausra verður lokað vegna páskaleyfa dagana 17-21 apríl. Við opnum að nýju þriðjudaginn 22 apríl

Gleðilega páska :)

Leiðréttingin

Ríkisstjórnin kynnti frumvarp til laga þann 26. mars 2014 sem miða að því að lækka húsnæðislán.
Aðgerðin er tvískipt, en annars vegar er um að ræða beina niðurfærslu lána og hins vegar skattfrjálsa greiðslu iðgjalda séreignasparnaðar inn á húsnæðislán eða húsnæðissparnað.

Þegar ríkisstjórnin hefur samþykkt leiðréttinguna og hvernig hún verði útfærð mun Félag heyrnarlausra auglýsa félagsmannafund þar sem aðgerðirnar verða útskýrðar og Félag heyrnarlausra mun verða fólki sem þess óskar innan handar með aðstoð við umsóknir á skuldaleiðréttingu. Áætlað er að málið verði gengið í gegn í maí mánuði.

Leiðréttingin hefur ekki fengið samþykki Alþingis og getur útfærslan því breyst á komandi mánuðum. Við bendum á ítarlegri upplýsingar á vef Forsætisráðuneytis og Fjármála-og efnahagsráðuneytis.

http://www.forsaetisraduneyti.is/leidrettingin/

http://www.fjarmalaraduneyti.is/

Páskaguðþjónusta

Páskaguðsþjónusta Kirkju heyrnarlausra verður haldinn í Grensáskirkju á páskadag 20.apríl kl.14:00.
Kór Kirkju heyrnarlausra syngur undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur. Organisti er Árni Arinbjarnarson.
Molasopi eftir guðþjónustu áður en haldið er heim á leið.

Gleðilega hátíð og hlakka til að sjá ykkur.

Sr. Brynja Vigdís