• Gunnar Snær Jónsson

Alþjóðlegur táknmálsdagur samþykktur

22. des. 2017

Alþjóðlegur táknmálsdagur samþykktur

Alþingi Sameinuðu þjóðanna sem var haldið í New York þann 19. desember hefur samþykkt að skrásetja alþjóðlegan táknmálsdag þann 23. september. Þetta var upphaflega samþykkt með samhljóða á 48. fundi þriðju nefndar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna fimmtudaginn 16. nóvember 2017 og opinberlega samþykkt þann 19. desember. 

Ályktunin var lögð fram í gegnum fastanefnd Antígvu og Barbúdu til Sameinuðu þjóðanna, í kjölfari beiðni Alheimssamtaka heyrnarlausra (WFD). WFD hefur unnið með aðildarfélögum sínum til að safna stuðningi frá fastanefndinni sinni til Sameinuðu þjóðanna, sem hefur vald á aðalþingi SRFF til að greiða atkvæði um samþykki ályktunarinnar sem samstarf styrtkaraðila. Ályktunin var studd af 97 aðildarríkjum SRFF og samþykkt.

Sendiherrann, Walton Websen, hjá fastanefndinni Antígvu og Barbúdu segir að þessi ályktun sé mikilvægur áfangi til að fylgjast með alþjóðlegu loforði okkar að skilja engan eftir.

Þann 23. September, sem er alþjóðlegur táknmálsdagur, er mikilvægt skref samtaka allra samfélaga að viðurkenna þau markmið sem sett eru fram í 21. gr. SRFF til að mæta alhliða markmiði okkar um þátttöku. Ríkisstjórn Antígvu og Barbúdu er ánægð með að vera hluti af þessum alþjóðlega degi sem mun einbeita sér að dreifa athygli heims á meginreglum SRFF í því að kalla á jafnrétti, einkum hvað varðar aðgengi, sem gerir einstaklingi kleift að velja, reisn og sjálfstæðis án mismunar.

Ástæða þess að þessi dagsetning varð fyrir valinu er sú að þennan dag árið 1951 var WFD stofnað. Þessi dagur markar fæðingu fyrirmyndarstofnunnar, sem hefur eitt af meginmarkmiðum sínum að varðveita táknmál og mennningu heyrnarlausra sem forsendur af mannréttindum heyrnarlausra.

Fyrsti alþjóðlegi táknmálsdagurinn verður haldinn 23. september 2018 sem hluti af alþjóðlegri viku heyrnarlausra.

Formaður WFD, Colin Allen, segir að þessi álytkun viðurkenni mikilvægi þess að táknmál og þjónusta á táknmáli séu tiltæk fyrir heyrnarlausra eins fljótt og hægt er í lífinu. Hann leggur einnig áherslu á meginregluna um “ekkert um okkur, án okkar” hvað varðar að vinna með heyrnarlausum samfélögum. Frá og með árinu 2018 er WFD hlakkar að fylgjast með og fagna þessum degi árlega.

WFD sendir þakkarkveðju til fastanefnd Antígva og Barbúda vegna þess að þetta er áberandi samstarfsverkefni og stuðningur við að ná þessum mikilvægum áfanga fyrir alþjóðlegsamtök heyrnarlausra.