Bjargarsjóður

4. mar. 2016

Styrktarsjóður Bjargar Símonardóttur  auglýsir eftir umsóknum

Tilgangur sjóðsins er að styrkja táknmálstúlkun eða textun á íslensku menningarefni, hvort heldur er í sjónvarpi, kvikmyndahúsum eða í leikhúsum.

• Rétt til að sækja um styrk hafa framleiðendur og íslenskir rétthafar sjónvarpsefnis, kvikmynda og fræðsluefnis á myndböndum og einnig leikhús.

• Þeir umsækjendur skulu að öllu jöfnu sitja fyrir sem ekki eiga kost á öðrum styrkjum.

• Umsóknum um styrki úr sjóðnum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum frá sjóðstjórn,

ásamt ítarlegum upplýsingum um verkefnið og umsækjendur. 

Umsóknarfrestur er til 01. apríl 2016

Allar nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu styrktarsjóðsins:

http://www.deaf.is/tjonusta/styrkir/bjargarsjodur/

Félag heyrnarlausra 

bt/ stjórnar Styrktarsjóðs Bjargar Símonardóttur,

Þverholti 14,

105 Reykjavík

eða á deaf@deaf.is