Breytingar á þjónustu félagsins

28. okt. 2016 Fréttir og tilkynningar

Breytingar á þjónustu félagsins

Undanfarin ár hefur Félag heyrnarlausra boðið félagsmönnum upp á sálfræðiþjónustu og viðtalsmeðferðir. Þar sem ekki hefur fengið fjármagn frá hinu opinbera til að kosta geðheilbrigðisverkefnið síðan greiddar voru sanngirnisbætur þá hefur Félag heyrnarlausra ekki bolmagn til að kosta slíka þjónustu áfram. Það fjármagn sem eftir er í þessum sjóð verður í samstarfi við stjórn og fagfólk nýtt í að koma af stað greiningarvinnu um geðheilbrigði heyrnarlausra þannig að skýrsla greiningarinnar nýtist okkur til að kynna ástand og stöðu okkar fólks fyrir yfirvöldum til að koma geðheilbrigðismálum heyrnarlausra í varanlegt ferli innan heilbrigðiskerfisins, sem er vissulega ábyrgðaraðili um velferð landsmanna. 

Hverfis- og þjónustumiðstöðvar bjóða upp á viðtalstíma sálfræðinga og getur Félag heyrnarlausra aðstoðað við að komast í samband við þá sé þess óskað. Félag heyrnarlausra mun styrkja stoðum undir grunnþjónustu sína sem hagsmuna- og réttargæsluaðili.