Breytingar á þjónustu félagsins

20. maí 2016 Fréttir og tilkynningar

Gunnur Jóhannsdóttir verkefnastjóri verður í tímabundnu veikindaleyfi þannig að hún mun ekki vera til staðar á skrifstofu okkar fyrr en eftir sumarfrí. Varðandi uppfærslur félagsins á heimasíðu og fésbók mun Gunnar Snær sjá um og er hægt að senda honum efni, tilkynningar og greinar á  gunnar@deaf.is . Varðandi uppgjör á happdrætti sér Daði um og varðandi aðrar fyrirspurnir og skrifstofutengd málefni er hægt að hafa samband við Daða eða Lailu.