• Døvefilm

Døvefilm missir styrk frá ríkisstjórninni

7. sep. 2017 Fréttir og tilkynningar

Táknmálsviðmót

Þann 1. september birti Landsamband heyrnarlausra í Danmörku (DDL) tilkynningu á heimasíðu sinni og á Facebook að ef tillögur um fjármálalögin fyrir 2018 yrðu samþykktar yrði styrkurinn fyrir Døvefilm fjarlægður. 

,,Ef það verður ekki breytt er líklegt að Døvefilm loki og DDL er nú að berjast til að fjarlægja tillöguna til að komast í veg að Døvefilm loki og haldi áfram,” segir Lars Knudsen formaður DDL í tilkynningunni.

DDL hóf herferð #bevardøvefilm (Verndum Døvefilm) á samfélagsmiðlum og hvatti alla döff til að taka þátt í herferðinni með því að setja 1-2 mínútu myndskeið á Facebook, Twitter og aðra fjömiðla til að segja frá hversu mikilvægt Døvefilm er fyrir þau í samfélaginu.

Døvefilm
Meira en helmingur fjárhagsáætlanna Døvefilm er fjármagnaður af fjármálalögum ríkisstjórnarinnar

Døvefilm er sjálfstæð stofnun sem var stofnuð af DDL árið 1963. Meginverkefni þeirra er að hjálpa döff Dönum að veita bestu mögulegar forsendur fyrir þátttöku í samfélaginu og opinberum umæðum. Døvefilm er alveg óháð pólítískum eða skipulagslegum hagsmunum í dag.

Døvefilm hefur fengið opinberan stuðning frá ríkisstjórninni síðan 1963 fyrir framleiðslu á sjónvarpsþáttum og öðrum fjölmiðlum á dönsku táknmáli. Rúmlega 4 þúsund döff og heyrnarskertir sem tjá sig á dönsku táknmáli í daglegu lífi sögðust vera ánægðir með þær upplýsingar sem þau fá, þökk sé Døvefilm.

“Það er sérstakur hópur um það bil 2.000 manneskjur sem eiga erfiðleika með þátttöku í samfélagi þar sem margir þeirra hafa enga vinnu en fá upplýsingar um samfélagið og hafa menningarleg sjónarmið með hjálp Døvefilm. Þeir hafa ekki annað val í boði,” segir Mette Bergqvist við DR. 

Døvefilm fær meira en 7,2 milljónir danskra króna frá ríkinu og 2,1 milljónir króna frá útvarpi Danmerkur fyrir afhendingu dagskrá. Yfir helmingur fjárhagsáætlanna er fjármagnaður af ríkinu. Ef ríkisstjórnin óskar eftir því, þá mun styrkurinn renna út árið 2018 sem þýðir að fjárhagsáætlun Døvefilm mun vera erfið á árinu 2018 þar sem það verður lokað og döff fólk missir vinnuna.