• Döff menningardagar í Bergen
  • Döff menningardagar í Bergen
  • Döff menningardagar í Bergen
  • Döff menningardagar í Bergen
  • Döff menningardagar í Bergen
  • Döff menningardagar í Bergen
  • Döff menningardagar í Bergen

Döff menningardagar í Bergen

28. ágú. 2017

Í Noregi hefur döff alltaf skipulagt og haldið upp á döff menningardaga sem á hverju ári og í þetta skipti voru þeir haldnir í Bergen. Dagskráin var fjölbreytileg þar sem döff uppistandarar komu upp á svið og skemmtu gestunum vel. Það komu margir listamenn í EXPO frá Norðurlöndum, Bandaríkjunum, Kanada, Englandi og fleiri löndum að kynna fyrirtæki, verkefni og verk þeirra. 

Daginn áður en dagskráin hófst, á föstudeginum, var ráðstefna með þemað Geðheilsu. Döff menningardagarnir hafa tekið upp mörg mikilvæg þema sem snúast um táknmál, túlkamál, menntun og í þetta skipti var þemað um geðheilsu fyrir döff og heyrnarskerta. Þeim fannst þemað vera mjög mikilvægt þar sem tabú finnst bæði í stóra samfélaginu og döff-samfélaginu. Ráðstefnan var í samstarfi með sálfræðingnum Mari Anne Eliassen ásamt geðlækninum Kristin Opedal. 

Döff menningardagar í Bergen

Norska prinsessan Märtha Louise heimsótti hátíðina um helgina og fékk að sjá barnaleiksýningu, Jonas og Kroppen (Jónas og líkaminn) í Leikhúsarkjallara í Bergen sem er skipurlagt af Teater Manu. Hún heimsótti líka studio, Supervisuell, sem er myndframleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á efni á táknmáli og myndsímatúlkaþjónustu fyrir samtal milli döff og heyrandi í gegnum í símtal. 

Gestirnar voru mjög ánægðir með helgina.  

Myndir frá Facebook og NTB scanpix