• Uldis Ozols

FEAST á Íslandi

11. apr. 2017

Táknmálsviðmót

Dagana 21.-22. júní næstkomandi verður ráðstefnan Formal and Experimental Advances in Sign Language Theory (FEAST) haldin hér á landi. Ráðstefnan er sú sjötta í röðinni og í ár verða boðsfyrirlesarar Joanna Atkinson, University College London, og Chiara Branchini, University Ca' Foscari í Feneyjum. Þetta er jafnframt í fyrsta skipti sem alþjóðleg ráðstefna um táknmálsfræði er haldin hér á landi.

Félag heyrnarlausra, Málvísindastofnun og Háskóli Íslands styrkja ráðstefnuna og því geta félagsmenn og nemendur sótt hana gegn mjög vægu gjaldi. Skráning er þó nauðsynleg en hún stendur yfir til 15. maí; sjá Skráning.

Við hvetjum félagsmenn í Félagi heyrnarlausra og Málvísindastofunun og nemendur við Háskóla Íslands til að koma og fræðast um nýjustu rannsóknir í táknmálsfræðum en dagskrána má sjá á heimasíðu ráðstefnunnar: Dagskrá ráðstefnunnar