Félag heyrnarlausra óskar eftir sölufólki hausthappdrættis 2016

17. ágú. 2016 Fréttir og tilkynningar

Salan stendur yfir frá byrjun september til byrjun desember.

Óskað er eftir fólki sem sinnir happdrættissölu með mjög virkri sölu á sölusvæðum innan og utan Reykjavíkur.

Markmið sölu innan sölusvæða eru gerð með hverjum sölumanni.

Nánari upplýsingar fást hjá Daða Hreinssyni framkvæmdastjóra í netfangið dadi@deaf.is til og með 26. ágúst 2016.