Fréttatilkynning vegna framboðsfundar til forsetakosninganna á RÚV

23. jún. 2016 Fréttir og tilkynningar

Framboðsumræðuþátturinn í beinni útsendingu á RÚV föstudagskvöldið 24. Júní næstkomandi þar sem allir frambjóðendur til forsetakosninganna koma fram verður táknmálstúlkaður. Túlkunina má sjá á RUV2 í sjónvarpinu eða á vefnum http://www.ruv.is/ruv-2

Ruv vill benda á að það þarf DVB-T2 móttökubúnað til að ná þessari stöð en þessi búnaður er innbyggður í öll nýleg sjónvörp. Einnig er hægt að kaupa hjá Símanum utanáliggjandi móttökubox.