• Fólk fagnar á Alþinginu

Fullgiltu loksins samning frá 2007

Frétt frá mbl.is

21. sep. 2016

Alþingi hef­ur samþykkt að full­gilda samn­ing Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi fatlaðs fólks. Lilja Al­freðsdótt­ir mælti fyr­ir þings­álykt­un­ar­til­lögu þess efn­is 13. sept­em­ber en samn­ing­ur­inn var und­ir­ritaður af hálfu Íslands 30. mars 2007.

Mark­mið samn­ings­ins er að fatlað fólk njóti allra mann­rétt­inda og mann­frels­is til fulls og jafns við aðra. Full­gild­ing­in mun kalla á laga­breyt­ing­ar til að aðlaga ís­lenska lög­gjöf að fullu ákvæðum samn­ings­ins, m.a. hvað varðar þjón­ustu við fatlað fólk og fé­lagsþjón­ustu sveit­ar­fé­lag­anna.