• Hádegismatur

Hádegismatur í félagsheimilinu

30. jan. 2017 Fréttir og tilkynningar

Hádegismatur
Nú ætlar Félag heyrnarlausra að sjá um hádegismat á þriðjudögum fyrir félagsmenn og aðra sem hafa áhuga. Hádegismaturinn er í sal félagsins, Þverholti 14 og verðinu stillt í hóf. Hádegismaturinn byrjar kl. 12:00, þar sem verður seld súpa, samlokur eða annað létt. Verðið er kringum 500 kr. Allir eru velkomnir að kíkja til okkar í hádeginu og kaupa sér hádegismat. Matseðillinn verður birtur á snapchatinu okkar. Þetta verður í boði á meðan ekki finnst starfsmaður í Gerðuberg. Enn er verið að leita að starfsmanni í 25-35% stöðugildi frístundafulltrúa fyrir döff 55+ hópinn í Gerðuberg. Hópurinn hittist 2x í viku í Gerðubergi, þriðjudaga og fimmtudaga.