Happdrættissala stendur nú yfir

18. mar. 2019 Fréttir og tilkynningar

Vorhappdrættissala Félags heyrnarlausra stendur nú yfir. Sölumenn á vegum félagsins heimsækja heimili og bæi landsins og bjóða til sölu happdrættismiða með fullt af glæsilegum vinningum. Sölumenn okkar vinna eftir ströngum siðareglum sem Félag heyrnarlausra hefur unnið og kynnt sölumönnum sínum. Fyrir utan kurteisislega framkomu þá er ekki ætlast til að þeir selji eftir kl. 21.20 á kvöldin. Sala mun standa yfir fram til 19. maí. Með þökk fyrir góðar viðtökur.

Virðingafyllst,

Félag heyrnarlausra