HM í keilu

14. des. 2015

HM í keilu

17 ágúst klukkan 14:00 hittust tíu manns á Leifsstöð og áttum við flug kl 17 til Ítalíu og vorum við leið á okkar HM í keilu. Við lentum seint að kvöldi á flugvellinum í Milanó og það var rigning þegar við lentum enda sáum við þrumuveður áður en við lentum. Það tók okkur langan tíma að finna hvar við áttum að fara út úr flugstöðinni og á hótelið og við vorum fegin að vera kominn þangað enda voru allir orðnir þreyttir.

Keiluhöllinn var ágæt en hitin var kannski alltof mikill og léleg loftkæling, það kom mér óvart hversu lélegt skipulagt var hjá Ítölunum og ekkert sem ég eða hinir áttum von á.

Opnunarhátiðin var 19 ágúst og var hún haldin úti á litlum fótboltavelli og var vel heitt eða hiti sem við Íslendingarnir eigum ekki að venjast en það gekk vel og skemmtileg atriði.

Á fyrsta keppnisdegi fór ég, Jóel og Dóra þjálfari með leigubíl til keiluhallarinnar og vorum við komin um kl hálf níu og áttum við að byrja keppa kl níu og konunar byrjuðu eftir hádegi.

Við kepptum alls 24 leiki sem dreifðist á fimm daga og það svona einstaklings, tveggja manna, þriggja manna og svo fimm manna keppnir og við spiluðum fyrst saman tvo fyrstu dagana svo þegar við vorum í þriggja manna liðinu þá spiluðum við með Finna sem var bara mjög fínt og næst í fimm manna liðinu spiluðum við með Svisslendingum og var það bara mjög fínt líka. Konunar spiluðu líka 30 leiki og var þetta sama hjá þeim að spila með einhverjum frá öðru landi.

Því miður komst enginn Íslendingur í úrslit og sama hjá mörgum þjóðum sem eru með frábæra keilara og mjög góða og hafa verið mjög oft í úrslitum.

Hótelið sem við vorum á var ekki það besta og fær það ekki háa einkunn frá mér en það var stutt í miðbæinn eða verslunargötuna og á fótboltavöllinn sem var fínt en langt að fara í keiluhölluna.

Laugardagskvöldið 29 ágúst var lokahófið og var það í keiluhöllunni og var það frekar þröngt og ekki mikið pláss og maturinn var bara ágætur en ekki vínið eða mér fannst það eins og heimabruggað vín.

Bologna er stór borg og með margar skemmtilegar byggingar sem væri gaman að fara skoða seinna ef maður færi einhverntíman aftur.

Við Jóel fórum á fótboltavöllunn þar sem við sáum 1 fótboltaleik sem var bara besta skemmtun fannst mér þótt heimamenn í Bolgona töpuðu 0-1. En leikvöllurinn er stór og það var æði að vera á honum í þessum hita eða hitinn var 25 stiga hiti og hafa sólina beint móti sér en það var æði að vera á leiknum.

Það er mikið af mýflugum þarna og fengu mörg okkar leiðinleg bit eða ég fékk versta bitið og það gerði mér mjög erfitt að spila en ég fékk stórt bit á fótinn.

Mánudagurinn 31 ágúst, þá var heimferð og var rúta sem sótti okkur og keyrði okkur til Mílanó og vorum við fjóra tíma á leiðinni enda lentum við í traffík þegar við vorum að koma til Mílanó og þegar við komum á flugvöllinn tók það langan tíma að skrá okkur inn frekar mikill seinagangur hjá Ítölunum finnst mér.

Við lendum á Íslandi um miðnætti og voru allir þreyttir og kannski fegnir að vera kominn heim.

Keppendur voru karlar: Böðvar Már og Jóel Eiður og konurnar: Ana Rita, Anna Kristín, Elsa G, Ragna og Ragnheiður.

Þjáfari var: Theódóra en kölluð Dóra.

Það var mjög mikil hjálp að hafa þau sem komu með okkur og vil ég þakka þeim sértaklega fyrir aðstoðina og þá sértaklega Hjördísi.

Böðvar Már.

Doff_agust_2015

Landsliðshópurinn/Mynd fengin á vef Keilusambands Íslands