• Auglýsing frá Öryrkjubandalagi Íslands

Hvert ert þú að fara?

10. maí 2017 Fréttir og tilkynningar

Auglýsing

Öryrkjabandalag Íslands, hagsmuna og mannréttindasamtök fatlaðs fólks, fagnaði 55 ára afmæli í fyrra og stjórn samtakanna ákvað að gefa aðildarfélögunum myndband að gjöf í tilefni afmælisins.

Verkefnið er tilkomið og liður í að kynna almenningi hvað samtökin og aðildarfélögin standa fyrir. Þá er ætlunin að vekja athygli almennings á margbreytileika þeirra félagasamtaka sem eru undir hatti ÖBÍ en öll eiga þau sameiginlegt að vinna með einum eða öðrum hætti að betra samfélagi fyrir alla. Framleiðslufyrirtækið Tjarnargatan hefur áður unnið verkefni fyrir ÖBÍ sem skilaði jákvæðri umfjöllun og vakti fólk til umhugsunar og því var Tjarnargatan fyrir valinu. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hafði umsjón með verkefninu.

Félag heyrnarlausra tók þátt í verkefninu og sendi Gunnar Snæ, einn af starfsmönnum sínum, í auglýsingu fyrir félagið. Markmið auglýsingunnar er að vekja fólk til umhugsunar um samskipti við heyrnarlausra og tungumál þeirra.