Innanhúsrannsókn hjá Félagi heyrnarlausra

7. jún. 2016 Fréttir og tilkynningar

Innanhúsrannsókn hjá Félagi heyrnarlausra

Stjórn Félags heyrnarlausra hefur falið lögmanni sínum að hafa umsjá með innanhúsrannsókn með það að markmiði að upplýsa hvernig staðið er að sölumálum í tengslum við happdrætti félagsins. Á dögunum bárust fregnir af því að lögreglan hefði til skoðunar hvort starfsmaður félagsins, sem gegnir starfi markaðs- og fjáröflunarstjóra, væri tengdur ólöglegu athæfi. Það mál snýr ekki að félaginu sjálfu, heldur umræddum starfsmanni. Engu að síður telur stjórn félagsins rétt að gera allsherjarúttekt á því hvernig sölumálum félagsins og uppgjöri gagnvart einstökum sölumönnum hefur verið háttað.

Um leið og málið kom upp var umræddur starfsmaður settur í ótímabundið leyfi og stjórn félagsins ákvað jafnframt að stöðva um skeið alla sölustarfsemi á meðan málið yrði skoðað. Með rannsókninni vonast stjórn Félags heyrnarlausra til að fá yfirsýn um öll sölumál og um leið ráðgjöf um hvernig best sé að standa að þeim málum.