Íslenskt táknmál og stuðningur við það

22. ágú. 2016 Fréttir og tilkynningar

Alþingi þann 15. ágúst 2016
Þann 15. ágúst 2016 kom Svandís Svararsdóttir, sem er þingmaður Vinstri-grænna flokkinum, með fyrirspurn til Illuga Gunnarssonar menningar- og málaráðherra um íslenskt táknmál. Lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál voru sett í júní 2011 og ekki virðast íslensk stjórnvöld hafa gert neitt til að hlúa að íslenska táknmálinu og hún lýsir áhyggjum um heyrnarlaus börn og hvað skal gera til að tryggja að börnin eigi þess kost til að læra táknmál og nota það í daglegu lífi og styðja máltöku og máluppeldi barnanna og hvernig er staðið að fræðslu, kennslu og uppeldi á íslensku táknmáli fyrir foreldra og aðstandendur heyrnarlausra barna. 

Hún hvetur ráðherra til að beita sér að því að úttekt á námsframboði fyrir heyrnarlausa fari fram vegna sérstöðu hópsins. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur ítrekað vakið athygli á þessari stöðu barna sem reiða sig á íslenskt táknmál til samskipta og lýst áhyggjum af því að þessi börn hafi ekki aðgang að íslensku táknmáli til jafns á við íslenska tungu. 

Félag heyrnarlausra réð táknmálstúlk til að þýða umræðu milli Svandísar og Illuga á íslensku táknmáli svo félagsmenn geta fylgst með umræðunni.