• Merki ÖBÍ

Ítrekun frá kjörnefnd ÖBÍ

14. sep. 2016 Fréttir og tilkynningar

Kjörnefnd ÖBÍ hvetur alla þá sem hafa áhuga á því að starfa í stjórn eða málefnahópum bandalagsins til að gefa kost á sér í kosningum á aðalfundi bandalagsins, sem haldinn verður 14. og 15. október 2016.

Kjörnefnd telur sig hafa orðið vara við umræðu þess efnis eftir síðasta aðalfund að einstaka félög ættu of marga fulltrúa í stjórn og nefndum bandalagsins. Nefndin skorar sérstaklega á þá sem eru þessarar skoðunar að gefa kost á sér  í kosningum á aðalfundi bandalagsins nú í október. Framboðsfresti lýkur á miðnætti þann 14. september og er því stuttur tími til umhugsunar en einnig skal bent á að allir aðalfundarfulltrúar geta gefið kost á sér á aðalfundinum sjálfum. 

Kosið verður í eftirtalin embætti:

  • Varaformann (til tveggja ára)
  • Gjaldkera (til tveggja ára)
  • Sjö stjórnarmenn (til tveggja ára)
  • Einn stjórnarmann (til eins árs)
  • Þrjá varamenn í stjórn (til tveggja ára)
  • Formann málefnahóps um heilbrigðismál (til eins árs)
  • Formann málefnahóps um atvinnu- og menntamál (til eins árs) 

Vinsamlega sendið framboð á netfang kjörnefndar ÖBÍ kjornefnd@obi.is