• Námskeið

Leikja- og íþróttanámskeið

16. mar. 2018 Fréttir og tilkynningar

Táknmálsviðmót

Hlutverk umsjónamannanna eru eftirfarandi:

 • Skipuleggja og halda utan um ýmsa íþrótta og leikjadagskrá.
 • Halda utan dagskránna og bera ábyrgð á henni á meðan stendur
 • Vera leiðandi og hvetjandi meðal barna og aðstoðarmanna á námskeiðinu
 • Útbúa skal fjölþætta og hágæða dagskrá sem er hvetjandi á andlegan og líkamlegan hátt fyrir börn og aðstoðarlið.
 • Að dagskráin hlúi að döff menningu og styrki börnin á allan hátt
 • Bera ábyrgð á öllum útbúnaði er leigður er til námskeiðsins
 • Leiðbeinir aðstoðarmönnum námskeiðs um öryggisatriði og dagskrá hvers dags fyrir sig.
 • Útbýr gott og aðgengilegt upplýsingaefni fyrir foreldra hefur tengslanet á vettvangi
 • Heldur ábyrgum samskiptum við Félags heyrnarlausra ef með þarf til að tryggja námskeiðið uppfylli og skili tilætluðum árangri. 

Reynsla og þekking:

 • Víðtæk þekking á íþróttum
 • Reynsla og þekking á ástundun æfinga og uppsetningu æfingadagskráa
 • Viðkomandi verður að hafa ástríðu fyrir starfi með döff og coda börnum
 • Að geta átt í traustum og skýrum samskiptum við börn á táknmáli
 • Að geta unnið sjálfstætt og skipulega, virt trúnaðarreglur, vera lausnamiðaður og hugmyndaríkur einstaklingur
 • Vera kurteis við börn og fullorðna og eiga gott með almenn samskipti
 • Að hafa hreint sakavottorð 

Starfið er tímabundið frá 1-15 júní og óskum við eftir aðal umsjónarmanni í fullt starf frá 1-15 júní og samstarfsaðila umsjónarmanns í hálft starf á sama tíma.

Einnig auglýsum við eftir áhugasömum einstaklingum sem hafa áhuga á að aðstoða umsjónarmenn og vera börnum til stuðnings á meðan námskeið stendur yfir. 

Áhugasamir sendi fyrirspurnir eða umsókn um störfin og aðstoðamannastörfin á deaf@deaf.is fyrir 13. april næstkomandi.