• Sumar og leikjanámskeið

Leikjanámskeið

29. jún. 2018 Fréttir og tilkynningar

Video Dagana 11-15.júní var haldið leikjanámskeið á vegum Félags heyrnarlausra, þar sem döff börn og coda börn áttu góða viku saman. Börnin mættu klukkan 09:00 og voru til klukkan 13:00. Það var farið í allskonar leiki tengda íþróttum, Sindri Jóhannsson var umsjónaraðili en hann fékk í lið með sér fleiri aðila til að kynna hina ýmsu leiki fyrir krökkunum. Þar sem HM í fótbolta var á næsta leiti þá var að sjálfsögðu tekinn dagur í það að æfa með bolta og keppa í fótbolta. Börnin voru alsæl með vikuna og við hvetjum fleiri til að koma á næsta námskeið.