• Kosning

Maður ársins 2017

24. jan. 2018 Fréttir og tilkynningar

Ert þú félagsmaður góður með nafn á manneskju sem þér finnst hafa skarað framúr, staðið sig einkar vel, gert góðverk eða framið gjörning sem kallar á að fá tilnefninguna „maður ársins 2017“.

Hægt er að skrifa á eyðublað sem liggur fyrir í félagsheimili Félags heyrnarlausra nöfn þeirra sem þið teljið eiga skilið að fá tilnefningu, eða þið getið sent á deaf@deaf.is nafn manns ársins að ykkar mati og gott væri að fá stutta skýringu ástæðu tilnefningar frá ykkur.

Farið verður með allar tilnefningar sem trúnaðarmál.

Síðasti skilafrestur er mánudagurinn 5. Febrúar 2018.