• Døvefilm

Nánasta framtíð Døvefilm í Danmörku tryggð

12. des. 2017 Fréttir og tilkynningar

Ríkisstjórnin eru samþykkt fyrir fjárlög ársins 2018 og síðar að halda áfram fjárstyrk til að tryggja áframhaldandi útgáfu danska döffsjónvarpsefnisins Døvefilm samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum danska ríkisins fyrir árið 2018 sem samþykkt voru síðastliðinn föstudag. Ríkisstjórnin mun setja 7,1 milljón danska króna í sjónvarpið fyrir 2018, 7,0 milljónir DKK árið 2019,  6,8 milljónir 2020 og 6,7 milljónir 2021 og síðar.

Þetta er mikill áfangi tilkynntu forráðamenn Døvefilm og er öllum þeim er komu að þátttunum mikið létt að búið sé að ná samningum fram í tímann. Metta Bergquist stöðvarstjóri segir samningaferlið og óvissan verið löng og taugastrekkjandi og megi danska döffþjóðin fagna þessum áfanga fyrir erfiða en árangursríka baráttu í gegnum ferlið og hrósar DDL félagi heyrnarlausra í Danmörku og danskum almenningi fyrir andlegan stuðning og hvatningu þann tíma sem ferlið tók starfsfólk Døvefilm að ná sínu fram.

Félag heyrnarlausra DDL hrósar þingflokkum Enhedslisten, Dansk Folkeparti og Socialdemokrata fyrir að taka upp hanskann og verja þessa 50 ára sjónvarpssögu Døvefilm í Danmörku.