• Nýr starfsmaður

Nýr starfsmaður

17. ágú. 2017 Fréttir og tilkynningar

Nýr starfsmaður

Félag heyrnarlausra hefur ráðið Sigríði Völu Jóhannsdóttur sem menningar- og samskiptafulltrúa hjá Félagi heyrnarlausra. Félagið auglýsti stöðuna í vor og sóttu þrír einstaklingar um en staðan var auglýst eftir stefnumótandi vinnu stjórnar félagsins með þörf á eflingu félagsstarfs, starfsemi aldraðra út á við, vinnslu á fræðslu og upplýsingaefni um atvinnumál, réttindi og skyldur á vinnumarkaði sem og samskipti og styrkingu á samstarfi Félags heyrnarlausra við heyrnarlaus börn og foreldra þeirra. Sigríður Vala er ráðin til 6 mánaða reynslu með möguleika á framlengingu. Félagið býður Sigríði Völu velkomna til starfa.