• Skade veitingastaður

Nýr veitingastaður í eigu döff að opna í Kaupmanahöfn

5. maí 2017

Orðrómur hefur gengið í nokkurn tíma og nú hefur það fengist staðfest. Í næstu viku opnar nýr gourmet veitingastaður í miðborg Kaupmannahafnar, Danmörku. Nafn veitingastaðarins heitir Skade og er hópurinn að baki veitingastaðarins, eigendur, yfirkokkar og starfsfólk eru allir döff. 

Eigendurnir eru fjórir döff og veitingastaðurinn er lítill og huggulegur sem mun taka um 40 matargesti í senn og byggist matseðillinn á skandinavískum réttum þar sem valið er á milli þriggja eða fimm rétta. Á matseðlinum má m.a. finna svínabringur, danskan kolkrabba auk þess sem staðurinn býður upp á fjölbreytt úrval af bjór.

Víða um heiminn er hægt að finna svokallaða döff- og táknmálsveitingastaði en eigendur Skade eru ekki endilega að eltast við döff eða tryggja táknmálsumhverfið. Veitingastaðurinn vill fá til sín lífsnautnarfólk sem vill góðan mat, unninn af færum döff kokkum. Þegar hefur veitingastaðurinn tryggt sér íslensku matreiðslukonuna og verðlaunakokkinn Unni Pétursdóttur auk matreiðslumannsins Magnus Madsen. Saman hafa þau hannað matseðilinn sem mun prýða veitingastaðinn.

Nafn veitingastaðarins var valið af prófessur í sagnfræði en nafnið Skade er nafn á gyðju veiðimannsins sem vísar til sjálfstæði veitingastaðarins og hann verði rekinn af sömu hugsun og gyðja. 

“Að láta ekkert stöðva sig” og að vera döff á ekki að stöðva fólk í að gera það sem það vill.

Opnun veitingastaðarins verður þriðjudaginn 9. maí næstkomandi nær Nørreport Station í miðborg Kaupmannahafnar.