• Startup Tourism
  • Startup Tourism
  • Stofnendur Deaf Iceland
  • Startup Tourism
  • Sigurlín Margrét Sigurðardóttir

Nýtt döff fyrirtæki í ferðaþjónustu

4. maí 2017 Fréttir og tilkynningar

Fyrir áramót var tekið viðtal í Fréttum vikunnar við Sigurlín Margréti Sigurðardóttir, eina af stofnendum og forsvarsmönnum Deaf Iceland, þar sem hún sagði frá nýja verkefninu sínu, Deaf Iceland. Þetta er bókunarþjónusta fyrir ferðamenn sem tala táknmál því hún benti á að skortur er á þjónustu fyrir táknmálsnotendur og Deaf Iceland var ástæða til að hefja nýtt verkefni.

“Kveikjan að Deaf Iceland var upplifun Döff ferðamanna á heimsókn sinni til Íslands,” segir Sigurlín Margrét.  

Deaf Iceland tók þátt í Start Tourism í febrúar sem er tíu vikna viðskiptahraðall þar sem allt að tíu sérvalin sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu fá tækifæri að þróa viðskiptahugmyndir sínar áfram undir leiðsögn sérfræðinga. Deaf Iceland var eitt af tíu sprotafyrirtækjum sem tók þátt í StartUp Tourism  sem er samstarfsverkefni Isavia, Íslandsbanka, Bláa Lónsins og Vodafone sem fjármögnuðu verkefnið og Icelandic Startups sá um framkvæmd verkefnisins og Íslenska ferðaklasans. Það sem Sigurlín Margrét hafði lært nýtt frá verkefninu var m.a.: 

“Að ferðaþjónusta snýst að mörgu leyti um að styrkja inniviði nærumhverfisins – sem í okkar tilfelli er táknmálssamfélagið á Íslandi.” 

Lokadagur Startup Tourism fór fram föstudaginn 28. Apríl í Tjarnarbíói og þar kynntu níu ný fyrirtæki í ferðaþjónustu viðskiptahugmyndir sínar fyrir fullum sal af fjárfestum, lykilaðilum í ferðaþjónustu á Íslandi og öðrum gestum. Við viljum óska þeim til hamingju með áfangann og góðs gengis með fyrirtækið þeirra í framtíðinni.