• Ljósmynd: Maija Koivisto
    Ljósmynd: Maija Koivisto

Ólga vegna túlkamála í Finnlandi

2. okt. 2017 Fréttir og tilkynningar

Táknmálsviðmót

Ástæðan er breytt útboðsferli þar sem ríkisstofnunin Kela auglýsti með fyrrnefndri niðurstöðu, þrátt fyrir mótmæli, að útboðsferlið gæti valdið fækkun túlkastunda. Það sem áður átti að vera sniðug og hagkvæm miðstýring túlkaþjónustu fyrir daufblinda, heyrnarlausa og heyrnarskerta snerist upp í andhverfu sína og þrýstir túlkaþjónustur á að skera niður túlkatíma stórlega. Útboðið þýðir að um helmingur túlka munu missa störf sín næstu tvö ár og mögulega tvö ár til viðbótar ef útboðssamningurinn stendur. 

Kela greiðir fyrir allar túlkanir
Í Finnlandi hefur öllum táknmálstúlkasvæðum, þ.e. allri túlkun er tengist vinnu, frítíma og í tengslum menntun stjórnað undir einni stofnun frá árinu 2010, Kela. Stofnunin stýrir, úthlutunum og veitir döff, döffblindum og heyrnarskertum þjónustuna. Þetta breytist núna. 

Túlkaveitendur mega ekki nota undirverktaka
Nýjasta útboð Kela sem auglýst var í vor 2017 með virkni frá 1. janúar 2018 mun hafa mikil áhrif á 5000 notendur túlkaþjónustu og í kringum 850 táknmálstúlka en í útboðinu er útboðsaðilum túlkaþjónustu bannað að nota undirverktaka. Í reglunum fram til nú hefur ódýrasta bjóðanda túlkaþjónustu verið boðið verkið fyrst og svo næst ódýrast á eftir o.s.frv. Reglurnar nýju sem valda þessari ólgu og öngþveiti þvinga túlkaþjónustu til að gefa upp fastan fjölda túlka og má ekki taka að sér frekari verkefni með ráðningu undirverktaka. Verður því verktakinn að gefa frá sér verkefnið og önnur túlkaþjónusta taka við án tillits til verðlags og verðtilboðs túlkaþjónustunnar.

Að auki hafa ekki allir bjóðendur túlkaþjónustu fengið samning við Kela og geta þeir því ekki boðið fram túlkun sína eða þjónustu sem undirverktaki eins og áður var hægt. Er því ljóst að aðgengi að túlkaþjónustu mun verða torsóttari. 

Fjölmargir táknmálstúlkar missa vinnu sína
Breytingarnar þýða að Kela greiðir ekki túlkum eins og áður, heldur beint til útboðshafa sem þýðir að hundruðir táknmálstúlka auk 10 vottaðra táknmálstúlka í Finnlandi verði atvinnulausir frá 1. janúar 2018.

Ekki aðeins mun þetta hafa áhrif fyrir störf túlka og túlkaþjónustu, heldur getur þetta haft langvarandi neikvæð áhrif fyrir þrjár meginstofnanir í túlkakennslu í Kuropio, Helsinki og Jyväskyla, sem eru brautryðjendur í túlkakennslu á heimsvísu. 

Fleiri frjálst val – en takmarkað framboð
Með þessum breytingum hafa döff meiri valmöguleika að velja sér túlkaþjónustu í stað miðstýrðrar túlkaþjónustu í gegnum Kela áður. Kela valdi túlka sem þeir töldu hentugasta í hvert verkefni fyrir sig án þess að notendur þjónustunnar þ.e.a.s. döff gætu óskað eftir tilteknum túlki. Það mun verða hægt núna.

Aftur á móti mun magn túlkastunda snarfækka vegna haftastefnu til útboðsaðila að geta haft sveigjanleika á að áframselja túlkaþjónustuna til undirverktaka og lækka verð á túlkaþjónustu og aukið framboðsstundir.

Hörð gagnrýni á Kela
Það hefur ekki komið opinberlega fram hvers vegna Kela hefur kosið að breyta reglunum. Strax í vor þegar útboðsferlið var auglýst og kynnt kom í ljós að þetta myndi hafa mikil áhrif á túlkaþjónustuna og var þegar mótmælt harðlega þessum breytingum af hálfu döffsamfélagsins og túlka án viðbragða frá Kela sem hélt áfram sinni stefnu í útboðsmálunum. Þann 19. september síðastliðin tilkynnti stofnunin að útboðinu væri lokið og kom mörgum á óvart að margar af bestu túlkaþjónustunum var ekki boðið verkið. Gagnrýna túlkar og döff útboðsferlið og segja það ekki í takt við raunveruleikann og Kela horfi eingöngu á verð á kostnað túlkagæða og frjálsara aðgegni að túlkum í gegnum undirverktöku..

Ekki útlit fyrir breytingar
Ekki er að sjá að útboðið verði leiðrétt og því lítið hægt að gera. Málið hefur vakið athygli táknmálssamfélaga um allan heim eins og alþjóðasamtök táknmálsnotenda og túlkar (WASLI) hafa fordæmt ákvörðunina, og það sem verst er að hún skuli tekin í landi sem hefur verið frumkvöðull á sviði túlkunar og táknmáls og að það er því mikil skömm að Kela hafi tekið skref aftur á bak í málefnum táknmálstúlkunar og gæða þeirra.