• Fræðsla

Ráðstefna fyrir döff konur í Evrópu.

7. maí 2018

Döff konur víðs vegar búa enn við mikla mismunun vegna kyns og eins vegna þess að þær eru döff. Þessi ójöfnuður hefur áhrif á öllum sviðum í daglegu lífi kvenna, t.d aðgengi að bjargráðum, réttindi, tekjur, félagsleg staða o.s.frv. Því er þessi ráðstefna mikilvægur vettvangur fyrir döff konur að hittast og ræða þessi mál og leiðir til að sporna við ójöfnuðinum.  

Það verða tvö þemu á ráðstefnunni, fyrst er það European Forum of Deaf women þar sem tilnefndir eru tveir fulltrúar frá hverju aðildarlandi EUD og EUDY. Tækifæri til að skapa tengsl, skiptast á reynslu og þróa verkefnaáætlun til að vinna að bættri réttarstöpu döff kvenna í Evrópu. Þessi ráðstefna hefst seinnipart fimmtudaginn 18.október og verður líka föstudaginn 19. október. Seinna er European Conference sem verður laugardaginn 20.október, rætt verður um stöðu döff stúlkna og kvenna víðs vegar um heiminn. Þessi ráðstefna er opin öllum og munu tveir fulltrúar fyrir hönd aðildarfélaga EUD eiga sæti á ráðstefnunni. 

Nánari dagskrá kemur síðar ásamt skráningu.  CNSE og FESORD greiða ráðstefnugjald, gistingu og fæði. Félag heyrnarlausra mun styrkja ferðakostnað fyrir tvo kvenkyns félagsmenn á ráðstefnuna. Áhugasamir sendi nafn og skýringu á áhuganum á deaf@deaf.is. Undir heitinu  “Þátttaka á kvennaráðstefnu” Félag heyrnarlausra mun svo í samvinnu við fulltrúana flytja erindi í félaginu um ráðstefnuna fyrir félagsmenn og aðra áhugasama.  

https://www.eud.eu