• Samstarf við Háskólann í Reykjavík

Rannsókn í samstarfi við HR

7. apr. 2017

Táknmálsviðmót 

Í lok október tilkynnti Félag heyrnarlausra breytingar á þjónustu félagsins þar sem ekki hafði fengist fjármagn frá hinu opinbera til að kosta geðheilbrigðisverkefni. Það fjármagn sem var eftir í þessum sjóði nýtti félagið meðal annars í samstarfi við Háskólann í Reykjavík í rannsókn um andlegan líðan og viðhorf til sálfræðiþjónustu.

Verkefnið er í vinnslu með upptöku á táknmálsviðmótum þar sem spurningar og svör eru túlkuð á íslensku táknmáli. Áætlað er að spurningalistinn verði sendur á félagsmenn Félags heyrnarlausra í vor. Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga andlega líðan heyrnarlausra á Íslandi og kanna viðhorf til sálfræðiþjónustu. Í rannsókninni verður ekki hægt að rekja svörin til þátttakenda.

Félagið hvetur félagsmenn til að taka þátt í rannsókninni því hún er mjög mikilvæg og nauðsynleg fyrir úrvinnslu að bættum lífsgæðum og þjónustu við heyrnarlausra. Gögnin verða notuð í framtíðinnni af rannsakendum í samstarfi við Háskólann í Reykjavík í greiningarvinnu um geðheilbrigði heyrnarlausra og til að kynna ástand og stöðu fyrir stjórnvöldum og koma geðheilbrigðismálum í varanlegt ferli innan heilbrigðiskerfisins.