• Döffblaðsins

Ritstjóri Döffblaðsins óskast

13. sep. 2018

Stjórn Félags heyrnarlausra auglýsir eftir ritstjóra fyrir útgáfu Döffblaðsins sem stefnt er á að gefa út í kringum 59 ára afmæli félagsins þann 11.
febrúar næstkomandi. Hlutverk ritstjóra er að móta stefnu á efni og innihaldi blaðsins í samstarfi við stjórn. Er þar átt við hvort blaðið, sem skal vera 28-32 síður með auglýsingum skal gefið út í formi menningarefnis eða upplýsinga og fræðslurit, eða þá hvort tveggja.

Ritstjóri er einnig ábyrgur fyrir allri efnisöflun á innihaldi efnis, mynda og greina í blaðið og skal efni í blaðið skilað til stjórnar í þremur áföngum fyrir útgáfu. 
Ekki er gerð krafa um að ritstjóri komi að hönnun blaðsins en komi með tillögur að útliti forsíðu í samstarfi við stjórn. Ritstjóri hefur aðgang að ljósmyndara gerist þess þörf og blaðið verður prófarkalesið af fagaðila fyrir útgáfu.

Allar fyrirspurnir og umsóknir sendist á dadi@deaf.is fyrir mánudaginn 1. október næstkomandi.