Staða happdrættis

1. nóv. 2016 Fréttir og tilkynningar

Happdrættissala Félags heyrnarlausra er rekin með breyttu sniði skv óskum félagsmanna á aðalfundi þess efnis að íslenskir döff sölumenn gengu fyrir. Félag heyrnarlausra óskaði því eftir íslenskum sölumönnum fyrir hausthappdrættið með von um að söluárangur þeirra stæðust kröfur erlendra sölumanna sem félagið hefur fengið til sín undanfarin misseri.

Sölutölur happdrættisins fram til 31. Október eru 2.748 miðar. Dregið verður í happdrættinu 19. desember næstkomandi.