Staða hausthappdrættis

20. des. 2016 Fréttir og tilkynningar

Hausthappdrætti Félags heyrnarlausra er lokið. Alls seldust 5.773 miðar sem er tæp 40% af venjulegri happdrættissölu miðað við síðustu 5 ár. Framkvæmdastjóri og stjórn ásamt lögfræðingi félagsins munu endurskoða sölukerfi aftur í átt að því að fá utanaðkomandi aðstoð við sölu á happdrætti Félags heyrnarlausra til að tryggja velferð og þjónustustig félagsins um ókomna tíð.