Stuttmyndir frá Kvikmyndaskóla Íslands

2. jún. 2016 Fréttir og tilkynningar

Loneliness eftir Leszek Daszkowski

Leszek er nemandi við Kvikmyndaskóla Íslands og stundar nám í skapandi tækni, þar sem hann lærir kvikmyndatöku, klippingu og myndbreyting án hljóðs því hann er heyrnarlaus. Á undan honum útskrifuðust Elsa G. Björnsdóttir og Kolbrún Völkudóttir með diplóma úr leiklistardeild í skólanum. 

Leszek kláraði aðra önn í skólanum  nú í vor og skilaði lokaverkefni sínu þar sem hann leikstýrði eigin stuttmynd að nafni Loneliness (Einmanaleiki). Kolbrún leikur í myndinni sem fjallar einmanaleika hennar eftir missi ástvinar og í henni er engin orð til tjáningar, eingöngu líkamshreyfing og tónlist bak við. 

Hann starfar við upptöku fyrir Fréttir vikunnar hjá okkur og við erum stolt af verkum sem hann vann í skólanum og við hvetjum ykkur að sjá stuttmyndirnar hans við tækifæri. 

Hypertimelapse

Einnig bjó hann til stuttmynd sem heitir Hypertimelapse sem var hluti af lokaverkefninu í skólanum.