• Elsa G. Björnsdóttir

Táknmálsþýðing á Eurovision lagi

3. maí 2017 Fréttir og tilkynningar

Paper eftir Svölu

Fyrir viku átti Félag heyrnarlausra samstarfsverkefni við tvo táknmálsþýðendur, Kolbrúnu Völkudóttur og Elsu G. Björnsdóttur, til að þýða lagið Paper eftir Svölu sem verður framlag Íslands í Eurovision næstu viku. Félagið fékk starfsmann sinn til að leikstýra tónlistarmyndbandi þar sem tveir táknmálsþýðendur flytja lagið á alþjóðlegu táknmáli og þetta gefur döff fólki tækifæri að njóta íslenska lagsins áður en Eurovision hefst.