• Stella Blómkvist

Tilkynning frá Sjónvarpi Símans

30. nóv. 2017 Fréttir og tilkynningar

Sjónvarp Símans tilkynnir að hafa brugðist við þeirri beiðni, þegar við framleiðum nýtt sjónvarpsefni sé íslenskur texti fyrir heyrnaskerta aðgengilegur á allt efnið. Við sannarlega vonum að sem flestir njóti þáttana. Hér er tilkynningin:

Í fyrsta sinn á Íslandi verður nú heil leikin íslensk þáttaröð aðgengileg á sama tíma. Stella Blómkvist er stærsta innlenda framleiðsla vetrarins í íslensku sjónvarpi og er aðgengileg í Sjónvarpi Símans Premium. Nú er einnig hægt að velja sérstaklega íslenskan texta fyrir heyrnaskerta með öllum þáttunum sem gefur heyrnarskertum tækifæri á að horfa á þættina frá upphafi.

Við fylgjum eftir andhetjunni, tálkvendinu og lögfræðingnum Stellu Blómkvist, sem fetar sínar eigin slóðir. Í starfi sínu sem lögfræðingur vílar hún ekki fyrir sér að beita brögðum til að fá sínu framgengt og tekur að sér mál þar sem hún sér möguleika á að uppræta spillingu og glæpastarfsemi hjá einstaklingum í valdastöðum. Þættirnir eru sex talsins og eru þeir byggðir á samnefndum glæpasögum eftir höfund sem skrifar undir dulnefninu Stella Blómkvist.