Tilkynning um viðveru starfsmanna næstu vikur og sumarlokun

10. jún. 2016 Fréttir og tilkynningar

Skrifstofa Félags heyrnarlausra verður opin til og með 30. júní. Félagið opnar aftur eftir sumarfrí þriðjudaginn 2. ágúst. 

Formaður félagsins Heiðdís er þegar í fríi og er ekki við það sem eftir er mánaðarins. Laila Margrét Arnþórsdóttir byrjar í fríi á mánudaginn og kemur til baka þriðjudaginn 2. ágúst.

Þá hefur sú breyting verið gerð að Gunnar Snær Jónsson hefur verið ráðinn í fullt starf sem umsjónarmaður fréttamiðlunar og ritstjóri og mun hann sinna uppfærslu og efnisgerð fyrir heimasíðuna félagsins, útgáfu Döffblaðsins og sinna áfram fréttum vikunnar. Við bjóðum hann velkominn til starfa.

Viðvera starfsfólks í júní verður í höndum Daða framkvæmdastjóra, Hafdísar Gísladóttur lögfræðings og Gunnars Snæs Jónssonar umsjónarmanns fréttamiðlunar.