Umsókn um styrki

24. feb. 2017 Fréttir og tilkynningar

Menntunarsjóður Félags heyrnarlausra

Stjórn Menntunarsjóðs Félags heyrnarlausra auglýsir eftir umsóknunum styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að menntun heyrnarlausra, daufblindra og heyrnarskertra, formlegrar og óformlegrar sem og starfsþjálfunar.

Skilyrði fyrir styrkveitingu úr sjóðnum er að viðkomandi sé fullgildur félagsmaður í Félagi heyrnarlausra. Upplýsingar um sjóðinn ásamt umsóknareyðublöðum fást á heimasíðu félagsins.
Umsóknir um styrki úr sjóðnum ásamt ítarlegum upplýsingum um umsækjendur og væntanlegt nám, ber að senda til stjórnar Menntunarsjóðs Félags heyrnarlausra, Þverholti 14, 105 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 31.mars 2017.

Allar nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu styrktarsjóðsins HÉR

Styrktarsjóður Döff

Félag heyrnarlausra auglýsir eftir umsóknum í úthlutunarsjóð félagsins haustið 2016.
Sjóðurinn er ætlaður félagsmönnum og er markmið sjóðsins að efla þekkingu er tengist hagsmunum döff og táknmáli. Má þar nefna þátttöku döff menningarviðburða, skipulagðra íþróttaviðburða, fyrirlestra, ráðstefnur, og öðru er eflir menningu og samskipti heyrnarlausra barna, unglinga, æskulýðsmót og mót aldraðra og kann að nýtast einstaklingum eða félaginu í starfi. Eins úthlutar sjóðurinn sumarhúsastyrkjum.
Umsóknarfrestur er til 31.mars 2017.

Allar nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu styrktarsjóðsins HÉR

Styrktarsjóður Bjargar

Tilgangur sjóðsins er að styrkja táknmálstúlkun eða textun á íslensku menningarefni, hvort heldur er í sjónvarpi, kvikmyndahúsum eða í leikhúsum.
• Rétt til að sækja um styrk hafa framleiðendur og íslenskir rétthafar sjónvarpsefnis, kvikmynda og fræðsluefnis á myndböndum og einnig leikhús.
• Þeir umsækjendur skulu að öllu jöfnu sitja fyrir sem ekki eiga kost á öðrum styrkjum.
• Umsóknum um styrki úr sjóðnum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum frá sjóðstjórn, ásamt ítarlegum upplýsingum um verkefnið og umsækjendur. 
Umsóknarfrestur er til 31.mars 2017

Allar nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu styrktarsjóðsins HÉR