• Unnur Pétursdóttir, matreiðslukona
    Unnur Pétursdóttir, matreiðslukona

Unnur Pétursdóttir eldar íslenskan mat í dönskum sjónvarpsþætti

29. nóv. 2016 Fréttir og tilkynningar

Unnur Pétursdóttur flaug til Kaupmannahafnar í fyrradag þar sem henni var boðið upp á að taka þátt í sérstökum jólaþætti hjá dönsku sjónvarspsstöðinni Døvefilm þar sem hún mun elda íslenskan mat fyrir danska áhorfendur. Hún er menntuð matreiðslukona/kokkur og sinnti hún starfsnáminu á samningi á Grand hótel í Reykjavík. Hún starfar nú sem matreiðslukona á veitingastaðnum Lava í Bláa lóninu.

Hún hlaut einnig í fyrsta sæti á matreiðslukeppni döff, Deaf Chef, í Danmörku í fyrra og sérstaki jólaþátturinn með Unni verður sýndur á DR2 þann 17. desember og munum við færa ykkur fréttir af þeim þætti þegar hann kemur út á netið.