• Kevin Uzols leikari og Elsa G. Björnsdóttir leikstjóri
    Kevin Kuklis leikari og Elsa G. Björnsdóttir leikstjóri. Ljósmyndari: Anthony Arrosères

Verðlaunamyndin Kári sýnd á Íslandi

16. ágú. 2017 Fréttir og tilkynningar

Elsa G. Björnsdóttir er útskrifuð úr leiklist frá Kvikmyndaskólanum og hlaut verðlaun fyrir bestu mynd sína Sagan endalausa í júli 2014 á alþjóðlegu kvikmyndahátíðnni Clin d'Oeil sem haldin er í Reims í Frakklandi á tveggja ára fresti.

Elsa hefur vakið mikla athygli á samfélagi heyrnarlausra árum saman og er myndin hennar fræðsla um aðstæður heyrnarlausra áður en táknmálið var viðurkennt. Elsa hélt áfram að framleiða næstu stuttmynd sína að nafni Kári og sendi hana aftur til Clin d'Oeil nú í júlí á þessu ári. Í þetta skipti vann hún fyrir bestu mynd og besta leikstjóra sem kom henni á óvart. 

,,Það er heiður að vinna en erfitt að lýsa þeirri tilfinningu að vinna aftur og bæði verðlaunin fyrir bestu mynd og bestu leikstjórn. Það er ákveðin hvatning að gera meira og um leið er pressa að gera alltaf betur næst. Ég er gríðarlega þakklát og stolt.” 

Verðlaunamynd Kári

Þrátt fyrir góðan stuðning sem hún fékk frá Karolina Fund, þegar hún leitaði til styrktar vegna eftirvinnslu með tónlistum og hljóð, hefur hún fundið dagsetningu til að frumsýna myndina sína hér á Íslandi. Hún verður forsýnd í Bíó Paradís þann 22. september og frumsýnd þann 23. september fyrir Karolina Fund gestana, en svo verður selt inn á auka sýningingu sama kvöld og hún verður frumsýnd í tilefni Dags Döff.

Elsa ætlar að senda myndina sína á aðra alþjóðlega kvikmyndahátíð í Spáni sem verður haldin á mánaðarmótin september/október svo verður hún sýnd á alþjóðlegri hátíð í Stokkhólmi um mánaðarmótin nóvember/desember.

,,Allt er í vinnslu og góðir hlutir gerast hægt.”

Hægt er að finna eldra viðtal með Elsu leikstjóra myndarinnar í Fréttum vikunnar þar sem hún sagði frá myndinni sinni í vinnslu.