• Verkfall

Verkfall

8. mar. 2019 Fréttir og tilkynningar

Video Um 700 félagsmenn hjá Eflingu hófu verkfall í morgun klukkan 10, á það aðallega við starfsfólk í hótelum og gistiheimilum. Verkfallið er sett sama dag og alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Í framhaldinu verður verkfallið einn dag og dag til að lama starfsemi ferðaþjónustunnar áður en tekin verður ákvörðun um allsherjarverkfall. Formaður samtaka ferðaþjónustunnar segir þessar aðgerðir þegar hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna, þær hafi kostað sam´fleagið um hundruð milljón króna á dag. Í apríl losna samningar hjá ríkis- og borgarstarfsmönnum og segja formenn stéttarfélaga þeirra að þeir muni bíða þar til félög á vinnumarkaði eins og Efling og VR verði búin að semja.