Við þökkum fyrir dag íslenska táknmálsins

17. feb. 2017 Fréttir og tilkynningar

Þann 11. febrúar var dagur íslenska táknmálsins, Félag heyrnarlausra, málnefnd um íslenskt táknmál og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra fögnuðu saman að fyrir 6 árum var táknmálið viðurkennt. Málnefnd um íslenskt táknmál gaf skipun að deginum yrði fagnað 11. febrúar ár hvert í tilefni stofnunnar Félags heyrnarlausra.

Eitt af lykilhlutverkum félagsins er að berjast fyrir hagsmunum og réttindum heyrnarlausra. Félag heyrnarlausra sá að mestu um skipulagningu dag íslenska táknmálsins og afmæli félagsins þá var ákveðið að fara í jákvæða vitundarvakningu og bjóða forseta Íslands, Herra Guðna Th. Jóhannessyni og öllum þingmönnum Alþingis upp á ævintýraferð um heim heyrnarlausra í félaginu. 

“Markmiðið var að kynna okkur og starfsemi döff fyrir nýjum forseta og miklum fjölda nýrra þingmanna á Alþingi,” segir Daði Hreinsson framkvæmdastjóri.

Ekki sáu margir þingmenn sér fært um að koma en við höfum fengið fregnir af því að þingmenn hafi látið flokksmenn sína vita af fundinum og hversu hrifnir þeir voru af heimsókninni. Ævintýraferðin gekk út á það að sýna döff frá vöggu til grafar og stöðu nokkra kynslóða döff.

“Fengum við hóp af döff til að koma og fylla í þessar stöður og upplýsa á hverri stöð hver staðan og aðgengi þeirra er að túlkaþjónustu og hversu menntun döff hefur aukist með bættri túlkaþjónustu. Var þemað okkar að efla vinnustaðatúlkun til að fleiri geti sótt atvinnulíf og fengið táknmálstúlkaþjónustu á fundum, endurmenntun og fleiru þannig að döff séu virkir þjóðfélagsþegnar og skattgreiðendur,” segir Daði.

Ævintýraferðin sló í gegn og sú fræðsla og þær upplýsingar sem forseti Íslands og þingmennirnir fengu vakti upp mikla ánægu. Enn á ný sannar það að jákvæður áróður og fókuseruð markmið með baráttu skila bestum árangri. Við þökkum þeim félagsmönnum sem tóku þátt í ævintýraferðinni kærlega fyrir. Hægt er að sjá myndir í myndasafni okkar.

Laugardaginn 11. febrúar var haldin dagur íslenska táknmálsins í fimmta sinn og var þemað í ár „Viðhorf“. Starfsfólk og stjórnendur félagsins lögðu sig fram við að gera klukkustunda langa bíómynd um viðhorf til íslenska táknmálsins. Dagurinn gekk vonum framar og áhorfendur voru ánægðir með sýninguna. Við þökkum enn og aftur öllum þeim sem aðstoðuðu og unnu með okkur að þessu kærlega fyrir samstarfið og að hafa gert daginn frábæran.