• Vorferð

Vorferð laugardaginn 26. maí

10. apr. 2018 Fréttir og tilkynningar

vorferð
Konukvöld döff ætlar að skipuleggja vorferð laugardaginn 26.maí. Farið verður fyrst í Gömlu laugina á Flúðum og síðan í Friðheimar að snæða saman súpu og brauð. Á heimleiðinni verður stopað í ísbúðinni í fjósum í Efstadal.

Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina á deaf@deaf.is eða hjá Gunni í Félagi heyrnarlausra fyrir 10.maí. Við getum þá séð hvað margar konur ætla að fara, ferðin verður. Ferðin verður niðurgreidd að hluta. Stefnan er að panta rútu ef næg þátttaka fæst. 

Kveðjur,

Kristín Friðriks og Sunna