• Daði Hreinsson framkvæmdastjóri

Vorhappdrættissalan er hafin

22. feb. 2017 Fréttir og tilkynningar

Táknmálsviðmót 
Vorhappdrættissalan 2017 er nú hafin þar sem sölumenn fara í hús að selja fyrir félagið og Daði Hreinsson framkvæmdastjóri tilkynnir að salan sé hafin.

Ég heiti Daði Hreinsson og er framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra. Mig langar að upplýsa ykkur um vorhappdrættissöluna sem er að hefjast um þessar mundir eða réttara sagt á miðvikudaginn var. Salan nú byggist á fjórum íslenskum sölumönnum og fimm erlendum sölumönnum sem koma frá Tékklandi.  Þau munu selja allt í kringum Ísland sem og á höfuðborgarsvæðinu og suðurnesjum.

Hvers vegna tékkneskir sölumenn? Eftir að hafa eingöngu notað íslenska sölumenn í hausthappdrættinu síðasta haust þá er ljóst að mikill skortur er á íslenskum sölumönnum og því nauðsynlegt að treysta á erlenda sölumenn til að tryggja að hægt sé að fara yfir öll helstu sölusvæðin.

Salan í haust var ekki nægjanlega góð, salan undir 6000 miðum en til að tryggja góða þjónustu Félags heyrnarlausra þá þarf salan að vera yfir 11-12000 miðar hvert sölutímabil. Markmiðið er einnig að byggja upp jákvætt mannorð félagsins og jákvæða vitundarvakningu þannig að félagið verði sterkt og öflugt.

Ef einhver spurning berst, þá er hægt að senda Daða tölvupóst á dadi@deaf.is