• WOW air

WOW air

28. mar. 2019 Fréttir og tilkynningar

Video Á þriðjudag tilkynnti WOW air að skuldabréfaeigendur félagsins hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé. Kröfuhafar höfðu því í raun tekið félagið yfir og Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, var því ekki lengur eini eigandi þess. Hann var hins vegar hluthafi eins og aðrir skuldabréfaeigendur og var áfram forstjóri fyrirtækisins. Ennþá vantaði 5 milljarða króna til að flugfélagið gæti enn staðið í rekstrinum og virðist sem það hafi ekki náðst.

Fjöldi farþega situr því fastur á áfangastöðum WOW, til að mynda í þeim sex borgum sem flugfélagið flýgur til í Bandaríkjunum og Kanada og má áætla að um 1 þúsund manns sitji fastir á áfangastöðum WOW. Alls missa um 1100 manns vinnuna við lokun WOW.

Er farþegum er bent á að kanna möguleika á flugi hjá öðrum flugfélögum en flugmálayfirvöld munu aðstoða þá sem fastir eru erlendis við að finna flug til síns heima. Þeir sem keypt hafa flugmiða með kreditkorti ættu að hafa samband við útgefanda kortsins til að kanna möguleika á að fá flugmiðann endurgreiddan. Þeir sem keypt hafa miða með gjafakorti eða peningum gætu átt í erfiðleikum með að sækja kröfu um endurgreiðslu og þurfa að gera kröfu í þrotabú flugfélagsins.