• Helga Stevens
    Helga Stevens, meðlimur í Evrópuþinginu
  • Dr Markku Jokinen formaður EUD
    Dr Markku Jokinen, formaður Evrópubandalags heyrnarlaura (EUD)
  • Táknmálstúlkar í Evrópuþinginu
    Fulltrúar og táknmálstúlkar
  • Fulltrúar í Evrópuþinginu
    Selfie í Evrópuþinginu

Yfir 800 þátttakendur tóku þátt í Evrópuþinginu

29. sep. 2016

Helga Stevens sem er þingmaður í Evrópuþinginu skipulagði ráðstefnu um „fjöltyngi og jafnrétti í ESB: hlutverk táknmála“ á Evrópuþinginu í Brussel í gær, 28. september 2016. Hún bauð fulltrúa frá hverju Evrópulandi að taka þátt í ráðstefnunni og Heiðdís Dögg Eiríksdóttir formaður Félags heyrnarlausra var fulltrúi Íslands. 

Hlutverk ráðstefnunnar var að sýna hversu mikilvæg tungumálaarfleifð okkar er til að ná jafnrétti fyrir alla. Þetta var fyrsti viðburðurinn með aðgangi í gegnum 24 EU tungumála auk 32 EU táknmála. Það komu yfir 800 þátttakendum og fulltrúar frá innlendum fjölmiðlum (heyrnarlausa og almennum) á staðinn.

Aðalaðilar á ráðstefnuninni komu frá EFSLI, EUD og EUDY. Þau vinna einnig saman með Evrópusamtökum fatlaðra (EDF) og félagsmönnum til að tryggja aðgengi fyrir alla einstaklinga með eða án fatlana. Til dæmis eru þau að veita rittúlkun, efni fyrir blindaletur og forrit sem auðvelda lestur, ásamt fleiru. 

Í ráðstefnuninni var farið yfir viðurkenningu táknmáls og táknmálsnotenda í Evrópu, táknmálstúlkun í aðildarríkjum Evrópubandalagsins og túlkun sem tengist Alþingi og pólitískum umræðum.   

Það komu samtals 832 þátttakendur þar sem 145 táknmálstúlkar voru hluti af samtalinu. Myndirnar tók Evrópubandalag Íslands í gær á Evrópuþinginu.