• Ráðstefna

Aðalfundur Félags heyrnarlausra

  • 23.5.2017, 17:00 - 20:00, Félag heyrnarlausra

Táknmálsviðmót

Aðalfundur Félags heyrnarlausra verður haldinn þriðjudaginn 23. maí næstkomandi í félagsheimili Félags heyrnarlausra að Þverholti 14, 105 Reykjavík.
Fundurinn hefst kl. 17:00 stundvíslega og stendur til kl. 20:00.

Léttar veitingar í boði.

Dagskrá fundarins samkvæmt lögum Félags heyrnarlausra er eftirfarandi: 
Hefðbundin aðalfundarstörf 

  1. Formaður félagsins setur fundinn
  2. Kosning fundarstjóra
  3. Kosning ritara
  4. Ritari les fundargerð síðasta aðalfundar
  5. Endurskoðaðir reikningar fyrir síðasta almanaksár lagðir fram til samþykktar
  6. Formaður les skýrslu stjórnar
  7. Umræður um skýrslu stjórnar
  8. Bornar upp tillögur er fyrir fundinn hafa verið lagðar
  9. Kosning:
    - kosning tveggja aðalstjórnarmanna til tveggja ára
    - kosning formanns til tveggja ára
  10. Önnur mál

Tillögur um lagabreytingar eða framsögu á fundinum þurfa að berast stjórn Félags heyrnarlausra í síðasta lagi viku fyrir auglýstan aðalfund eða 16. maí 2017.

Samkvæmt samþykktum lögum félagsins 8. gr. liður c) skal framboðum til stjórnar skilað á skrifstofu, merkt aðalfundur 2017, kjörnefnd, eigi síðar en 21 degi fyrir boðaðan aðalfund eða 2. maí 2017.

Lög félagsins


Tillögur stjórnar Félags heyrnarlausra

Tillögur stjórnar Félags heyrnarlausra um breytingar á lögum félagsins lagðar fyrir aðalfund 23. maí 2017

Breytingartillaga nr. 1
Lögð er til breyting á 3. gr. í stað núgildandi 3. gr. komi ný grein svohljóðandi;

3. grein

Félagsmaður getur hver sá orðið sem uppfyllir eftirfarandi skilyrði:
a) Fæðst hefur heyrnarlaus eða heyrnarskertur, misst hefur heyrn eða hefur verulega skerta heyrn, svo fremi sem heyrnarleysið eða heyrnarskerðingin stafi ekki af ellihrumleika og sem reiðir sig á Íslenskt táknmál til tjáningar og samskipta.
b) Greiðir félagsgjöld við inngöngu í félagið og síðan árlega í samræmi við ákvörðun aðalfundar ár hvert.
c) Aðrir aðilar sem náð hafa 18 ára aldri geta orðið styrktarfélagar með málfrelsi og tillögurétt á fundum en eigi atkvæðisrétt og skulu ekki eiga sæti í stjórn félagsins, hvorki sem aðalmenn eða varamenn.

Núgildandi 3. grein hljóðar svo;

Félagsmaður getur hver sá orðið sem uppfyllir eftirfarandi skilyrði:
a) Fæðst hefur heyrnarlaus eða heyrnarskertur, misst hefur heyrn eða hefur verulega skerta heyrn, svo fremi sem heyrnarleysið eða heyrnarskerðingin stafi ekki af ellihrumleika.
b) Greiðir félagsgjöld við inngöngu í félagið og síðan árlega í samræmi við ákvörðun aðalfundar ár hvert.
c) Á lögheimili á Íslandi.
d) Aðrir aðilar sem náð hafa 18 ára aldri geta orðið styrktarfélagar með málfrelsi og tillögurétt á fundum en eigi atkvæðisrétt og skulu ekki eiga sæti í stjórn félagsins, hvorki sem aðalmenn eða varamenn.

Breytingartillaga nr. 2
Lögð er til breyting á 7. gr. þannig að d. liður 7. gr. falli niður

Breytingartillaga nr. 3
Lögð er til breyting á 9. gr. þannig að við 9. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi;

Fundargerð aðalfundar skal birt á heimasíðu félagsins innan tveggja vikna frá lokum aðalfundar. Þeir félagsmenn sem kunna að hafa athugasemdir við efni fundargerðar skulu koma þeim á framfæri við stjórn innan einnar viku frá birtingu fundargerðarinnar.


Ársskýrsla stjórnar 2017
Ársskýrsla starfsfólks 2017