• Fyrirlestur

Carpe Diem – Gríptu daginn

  • 11.2.2019, 19:00 - 20:30, Félag heyrnarlausra

Fyrirlestrarnir taka samtals um 60 mínútur og notast er við stutt myndbönd af m.a. landsliðinu í knattspyrnu og farið í gegnum hvernig hver og einn getur bætt líðan sína og sjálfsmynd. Þorgrím þarf vart að kynna þar sem hann er einn ástsælasti rithöfundur þjóðarinnar, vinsæll fyrirlesari og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu. Við hvetjum félagsmenn og aðstandendur til að mæta, enda er þetta einstakt tækifæri til að hlýða á uppbyggilegan boðskap sem hentar öllum aldurshópum. Húsið opnar kl. 19 og verður fyrirlesturinn bæði rit- og táknmálstúlkaður kl. 19:30. 

Félagið býður uppá léttar veitingar.

Lífið er núna!!