• Leikhús

Drekinn innra með mér

  • 12.5.2018, 14:00 - 16:00, Harpa

Drekinn innra með mérDrekinn innra með mér er óður um vináttu lítillar stúlku og dreka. Drekinn býr innra með stúlkunni, kennir henni að þekkja tilfinningar sínar og hvernig hún getur brugðist við þeim. Í þessu nýja einstaka verki er hljómsveitin í hlutverki drekans en Halldóra Geirharðsdóttir er sögumaður og fer með hlutverk stúlkunnar. Drekinn fær sérstakt stef sem birtist í ýmsum myndum og hríslast um hljómsveitina allt eftir því í hvernig skapi hann er. Í upphafi er drekinn ósköp glaður en þegar líður á verkið brjótast fram ólíkar tilfinningar og hann ýmist dansar af gleði eða fuðrar upp í reiði. Inn við beinið er drekinn þó besta skinn og er það von höfundar að tónleikagestir finni sinn eigin dreka innra með sér á tónleikunum.

Hægt er að kaupa miða í Hörpu eða HÉR

Elín Gunnlaugsdóttir tónlist
Laila Margrét Arnþórsdóttir saga
Svafa Björg Einarsdóttir myndir