Jólatónleikar Sinfóníunnar

  • 16.12.2017 - 17.12.2017, Harpa

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar hafa um árabil notið gífurlega vinsælda meðal hlustenda á öllum aldri. Á þessum hátíðlegu fjölskyldutónleikum eru sígildar jólaperlur í bland við klassísk jólaævintýri og grípandi hljómsveitartónlist allsráðandi.
Jólatónleikar SinfóníunnarUngir ballettdansarar dansa þætti úr Hnotubrjótnum, píanóleikarar flytja jólasyrpu, Saxófónhópur Tónlistarskóla Garðabæjar sveiflar hlustendum yfir í yl inn í Eldborg. Stúlknakór Reykjavíkur, Margrét Eir og Kolbrún Völkudóttir ásamt táknmálskórnum Litlu sprotunum færa hlustendum jólalögin í sannkölluðum hátíðarbúningi. Kynnir tónleikanna, trúðurinn Barbara, lætur heldur ekki sitt eftir liggja.

Tónleikarnir eru túlkaðir á táknmáli og Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar flytur jólalög fyrir og eftir tónleikana.
Það verða tvær sýningar á laugardag 16. desember kl. 14 og 16, svo tvær sýningar á sunnudag 17. desember kl. 14 og 16. 

Hægt er að kaupa miða á miðasölu í Hörpu eða HÉR