• Leikhús / Leikrit

Jólatónleikar Sinfóníunnar 2018 helgina 15. Og 16.desember 2018

  • 15.12.2018 - 16.12.2018, Harpa

Á þessum hátíðlegum tónleikum verður skyggnst inn í íslensku baðstofuna þar sem gömlu jólasveinarnir og jólakötturinn hafa hreiðrað sig. Litlu sprotarnir flytja sígilda jólasöngva ásamt Valgerði Guðnadóttur og Kolbrúnu Völkudóttur.  Tónleikarnir túlkaðir á táknmáli. 

Hvetjum ykkur að kaupa miða sem eru fráteknir fyrir Félag heyrnarlausra á alla jólatónleikana, miðarnir verða fráteknir til og með 1.desember.  Miðasalan er í Hörpu, s: 528 5050 og taka fram að þetta eru fráteknir miðar fyrir Félag heyrnarlausra.  

Sjá nánar um tónleikana hér https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/jolatonleikar-sinfoniunnar-2018/